Óveður
Já, það kom mikið óveður í gær. Og fólk alveg óundirbúið! Fæstir á vetrardekkjum... 20 árekstrar á klukkutíma í Reykjavík! Og enginn bjóst við þessu! Hvað er með fólk! Newsflash: við búum á Íslandi, þið eigið að vera viðbúin þessu, þetta gerist á hverju ári: veturinn kemur með skelli! Ég ætlaði að fara á busakvöld hjá Söngskólanum en nennti því ómögulega vegna veðurs. Ég hreiðraði bara um mig uppi í rúmi, horfði á imbann og leysti Su Doku þrautir. Það er nýja æðið mitt. Jájá, allavega... þetta er gaman fyrir okkur sem eigum ekki bíl :) Ég er að fara á tónleika með Ælu, Skátum og Retron. Hvet fólk til að kíkja, húsið opnar tíu, 400 kall inn. Annars erum við að fara að spila með tveimur þungarokkshljómsveitum frá Færeyjum á fimmtudaginn, og viti menn, tónleikarnir verða á Ellefurnni!!! Frítt inn eftir því sem ég best veit... Látið nú sjá ykkur, þið sem hefið ekki enn kíkt á okkur.
Það þarf nú vart að útskýra þessa mynd.
skrifað af Runa Vala
kl: 16:53
|